Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Er hérna...

Jæja, ég er enn hér!

Búin að vera með lítinn lasinn engil hérna, hún er búin að vera svo svakalega góð að taka meðölin sín að það er alveg yndislegt! Hún er sko hetjan mín!!! Hún tók síðasta skammtinn af pensillíni í gær og hóstinn er allur að lagast, held meira að segja að ég þori að senda hana til dagmömmunnar eftir helgi. Það er nú hver að verða síðastur með að vera hjá heittelskaðir dagmömmunni, hún hættir að vinna um áramótin vegna heilsu, hún er nefnilega því miður með hvítblæði! Alveg ótrúlegt hvað svona hlutir koma fyrir fólk sem á það alls ekki skilið...en svo veit ég marga sem mættu alveg lenda í einhverju svona eða bara undir vörubíl, en þeir aðilar bara lifa og hafa það gott!

En eitt sem þessi lungnabólga hefur ekki breytt, og það er skapið í litlu dömunni...pabbi hennar kom hérna fram einn morguninn, eins og þrumuský! Þá hafði sú stutta vakið hann með orðunum: "Pabbi, vaknaðu aðeins! Geturðu ekki farið svo ég geti fengið að sofa í friði!"
Hann vissi náttúrulega ekki í hvorn fótinn hann átti að stíga, þannig að hann rauk út í fússi...litla lagðist þá bara niður, ánægð með viðbrögðin, og hélt áfram að sofa!!! LoL

Ég er ekkert að vinna núna, hangi bara heima í leti, sem er kannski eins gott! Er búin að vera svo voðalega þreytt undanfarið. Þegar það komst upp í vinnunni að ég ætti von á barni var ég ekkert voðalega velkomin lengur nefnilega...skítapakk!!! Sakna vinnunnar mikið, en nú er þetta eins og það er og ég reyni bara að njóta þess að fá að vera eins mikið í rólegheitum og hægt er með lítinn lasarus og svo Beccu mína. Hef líka getað notað tímann til að vera bestu vinkonu minni til stuðnings, hún er að ganga í gegnum erfiða hluti núna og líður alveg hræðilega illa og það er gott að geta verið til staðar fyrir hana. Það má Guð vita að hún hefur staðið með mér í gegnum ýmislegt!!!

Gerði Birnu um helgina og fór út að skemmta mér, ótrúlega gaman! Fékk lánuð föt hjá vinkonu minni, svona aðeins meira "daring" stíll en ég er von við, en fannst ég vera nokkuð glæsileg samt! Ofsalega gaman!!! Smile

Jæja, nóg bullað í bili, ætla að reyna að vera duglegri við að blogga! Sakna ykkar stelpur!!!
Og Erna, leyfðu mér að fylgjast með í ættfræðinni, finnst þetta spennandi! LoL


Nathalie!

Nathalie er komin með eigin e-póst, endilega sendið henni myndir o.þ.h. Mailinn hennar er nathaliesvedjehed@hotmail.com.

Stolt!

Hún Becca mín er með í barnakór kirkjunnar hérna! 27/10 er kórinn að fara að syngja inn á geisladisk, og þá hefur elsku stelpan mín verið beðin um að syngja einsöng í einu laginu!!! Má ég springa af stolti núna takk!!? SmileSmile

Fór með Nathalie Ernu litlu til læknis í morgun sem sagði mér að hún væri komin með lungnabólgu og gaf henni pensillín og hóstasaft "sem hún verður syfjuð af"! Litla skinnið!!! En svo kom pakki frá Ninnu með Latabæ á íslensku og it really made her day, hún sofnaði á sófanum eftir 2 þætti! Smile

Eftir 2 vikur fæ ég strákana mína hingað, og fæ að fara á íshokkíleik með þeim!!! Smile Æðislegt, hlakkar svoooooo mikið til!!! Það er alltaf yndislegt að fá að hitta "aukabörnin" mín en enginn smá bónus að fá að fara með þeim á leik líka!!! Er að spá í að leyfa Beccu minni að koma með, hún hefur aldrei farið, en er bara að hafa pínu áhyggjur af að faðir hennar verði á svæðinu, hann er það oft!!!

Jæja, ætli maður verði ekki að þykjast vera dugleg húsmóðir og henda í uppþvottavél og elda ofan í liðið! Ætla að gera ljúffengan fisk í ofni með hvítlauk, persilju og allskonar gumsi!

Eigið góðann dag elskurnar mínar!!!

 


Ást og umhyggja!

Mig langar bara til að þakka ykkur öllum sem gerðu afmælisdaginn minn að besta degi ársins! Takk fyrir allar yndislegar kveðjur sem ég hef fengið bæði gegnum síma, sms, mail, facebook osfrv HeartSmile
I have really felt the love today!!!

Takk, takk, takk fyrir mig!!! Smile


Allt of mikið að gera!!!

Veit að ég er voða löt við að skrifa hérna, en ég hef bara varla við! Er búin að koma mér í algjör vandræði með þetta, það tekur alveg óratíma þegar ég sest við tölvuna, sem ég geri svo alltof sjaldan. Þykist nefnilega vera upptekin við að eiga líf líka, ég er ein af þessum undarlegu mæðrum sem finnst skemmtilegra að umgangast börnin sín en sitja í tölvunni LoL Og svona seriously speaking, hverjum hefði dottið það í hug fyrir svona eins og 10-11 árum síðan þegar barneignir var það síðasta sem mér hefði dottið í hug að fara að stunda! I had plans: ég ætlaði að fá mér hunda ekki börn! LoLLoL Svona snýr lífið á mann stundum, sem er gott!
Ég fann gamlan æskuvin á netinu sem ég hef ekki hitt í fjöldamörg ár, meiriháttar fyndið að sjá mynd af honum, hann var svona langur og mjór unglingsstrákur þegar ég hitti hann, og nú er hann stór, stæðilegur og nokkuð huggulegur fullorðinn maður! LoL Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég uppgötva að tíminn stendur ekki í stað þó svo að ég sé ekki á svæðinu! Smile Gaman að þessu!!!

Var vakin af símtali allt of snemma í morgun, sumt fólk sefur ekki á sunnudagsmorgnum! Amma mannsins míns vildi nefnilega vera fyrst með að óska mér til hamingju með afmælið, ég á nefnilega afmæli ídag Smile. Hanna Lísa litla systir mín hringdi í mig í gær af því að Sara var ekki viss um hvort það væri í gær eða í dag, þegar ég sagði að það væri í dag þá kom Sara í símann og sagðist þá ekkert vilja tala við mig fyrr en þá! LoLLoL Hún er alveg frábær!!! HeartHeart

Nóg um það, nú ætla ég að fara og búa til súkkulaðikremið á skúffukökuna, bestu vinkonur mínar koma í kaffi ídag!

Love u all!!!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband