Hello, my name is Jóhanna and I'm an addict...

Svona, nú er aftur liðinn alltof langur tími á milli blogga hjá mér...þetta er náttúrulega ekki hægt og ég dauðskammast mín, en ég ber við veðurblíðu GrinCool

Ég átti 9 ára edrúafmæli um daginn, 25/3 nánar tiltekið...og vá!!! Níu ár!! Ég bara trúi þessu varla, where did time fly off to?? Mér finnst sko ekki vera 9 ár síðan ég tók mín fyrstu skref í edrúmennskunni... Cool

Ég og maðurinn í lífi mínu fórum í ferðalag í gær og tókum Nínu litlu með okkur Smile Við fengum lánaðan bíl og skruppum á roadtrip, sáum margt og mikið og skemmtilegt, sólin skein allan daginn og veðrið var bara yndislegt langt fram á kvöld. Og mikið yndislega er gaman að ferðast með þessum manni Heart það var mikið flissað, við villtumst oft, fundum réttu leiðina aftur og sáum bara meira skemmtilegt fyrir vikið Smile Við fórum að fallegu stöðuvatni og fórum út og röltum aðeins um þar, fórum upp á topp á fjalli og sáum fallegt útsýni og þetta var bara frábært Heart 

Við eigum eftir að fá þennan bíl lánaðan oftar og fara í fleiri ferðir, það er nokkuð ljóst, skapa okkur nýjar og skemmtilegar minningar saman Smile

Anyways, nenni ekki að skrifa meira í dag, börnin eru í páskafríi sem er ekkert gott fyrir sköpunargáfuna, enda er páskafrí eitthvað sem fjandinn sjálfur hlýtur að hafa fundið upp til að refsa okkur foreldrum fyrir misgjörðir okkar ToungeDevil hahaha

Hafiði það gott allihopa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert alveg með kristinfræðina þína á hreinu elskan... auðvitað var það skrattinn sjálfur sem fann upp páskafríið... 

Ég er svo stolt af þér skottið mitt... 9 ár... þú stendur þig frábærlega... 

Gleðilega páska þið öll...

Jónína Dúadóttir, 6.4.2012 kl. 09:13

2 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

hahaha já hver annars??

Gleðilega páska

Jóhanna Pálmadóttir, 8.4.2012 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband