Sjá vetur karl, vikinn frá...eða hvað?

Ég las á heimasíðu SMHI, sænsku veðurstofunnar, að by definition væri komið vor í allavega hálfu landinu, syðri helmingnum...langar þá að fá útskýringu á snjóbylnum sem brast hérna á í gær, Icelandic style, svo hrikalegum að maður sá, samkvæmt kunningja mínum, vart bílinn fyrir framan sig... Þetta stóð ekki lengi yfir en samt...
Svo væri ég þá líka til í að fá útskýringu á skítakuldanum sem er úti í dag!!! Tounge

Ég er að vísu orðin það sænsk að ég er í kuldaúlpu þangað til hitinn er kominn upp í minst 10 gráður, þá fer ég kanski að hugleiða að renna niður rennilásnum og skilja trefilinn eftir heima, þannig að þegar mér finnst vera skítakuldi úti, þá fer maðurinn minn út í ermalausum bol og stuttbuxum... LoL Hlýtur að vera skoplegt að sjá okkur hjónaleysurnar á vappi, annað í gammosíum undir gallabuxunum, kuldaskóm, þykkri peysu, trefli og kuldajakka og hitt í stuttbuxum og ermalausu...kannski í mesta lagi í þunnum leðurjakka yfir Grin En ég er alveg búin að læra það að ef hann segir að það sé fínasta veður, þá hendi ég mér ofan í skúffu og leita að vettlingunum LoL

Í gær olli yndislegi unglingurinn minn hláturskasti hjá mér sem var svo svaðalegt að ég var komin í gólfið í hláturskrampakasti Smile Þetta byrjaði með að það kemur sms í númer sem hún hefur verið að nota, en er ekki með lengur, svohljóðandi: "Hvar ertu, við byrjuðum fyrir löngu síðan"
Þá rann að sjálfsögðu að mér sá grunur að hún væri ekki alveg að standa sig með að mæta í tíma í skólanum, en vitandi það að það er slökkt á símanum hennar þegar á skóla stendur hugsaði ég með mér að ég næ í skottið á henni seinna í um daginn til að fá útskýringu.
Þegar klukkan er orðin það mikið að mér finnst hún ætti að vera komin heim hringi ég í dömuna. Hún svarar hálfhvíslandi að hún sé á Drama Club (sem ég var búin að steingleyma), að já hún hafi komið of seint, en hún ætli að útskýra það eftir DC. So far so good...
Þegar ég er á leið með næst yngstu til læknis hringir daman aftur og segist hafa komið of seint af því að hún hafi verið niðri á bryggju þegar þau voru með útileikfimi, og dottið í vattnið!!! Og nú sé hún á leið heim, í bíl með fyrrverandi kærustu pabba síns en þær hafi lent í árekstri, ekkert alvarlegt, en þurfi samt að bíða eftir lögreglunni... PinchTounge
Ég hafði náttúrulega engan tíma til að tala við barnið þá, enda á leið til læknis eins og áður sagði, en ég verð að viðurkenna að mig fýsti að vita meira um þetta...
Nú jæja, til læknis með litlu skvísuna, til að fá að vita að það væri bara ekkert að henni...sem er gott! Heart
Þegar ég loks kem heim sest ég með stóru dömunni og á nú að fá þessa útskýringu...þá var þetta þannig að vinkona hennar sagði að maður gæti staðið á svona björgunarhring án þess að hann sykki...OG HÚN TRÚÐI ÞESSU!!!!! LoLLoLLoL
Hún var svo innilega sæt þegar hún var að segja mér frá þessu, og hún var svo innilega meðvituð um hversu heimskulegt þetta hljómaði að það var alveg yndislegt...og góða mamman ég gjörsamlega lyppaðist niður á gólf af hlátri, ég náði varla andanum hahahahaha

Gott að ekki fór illa og ég held/vona að hún hafi lært eitthvað af þessu öllu saman, að minsta kosti hefur hún lært að það er kallt að vera rennandi blautur í mars LoL

En nóg um það, have a nice day, ég ætla að eyða deginum í lærdóm, foreldraviðtal og balett Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Becca.... hún er dásamleg

Vor er ekki það sama og sumar... þú ert nú ekki orðin svo sænsk að þú vitir það ekki... vorhret, páskahret, hvítasunnuhret, maíhret, júníhret, sumarhret....

Ég ætla að eyða deginum í að vera vesalingur...

Jónína Dúadóttir, 20.3.2012 kl. 12:18

2 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Orðið "hret" er ekki til á sænsku!!!

Becca er alveg frábær!!!! Hún er orðin svo mikil gelgja, en virkilega skemmtileg gelgja!

Ég skal senda þér allsvakalega vorkunnarstrauma alla leið yfir hafið

Jóhanna Pálmadóttir, 20.3.2012 kl. 13:58

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk elskan... straumarnir komu... og virkuðu

Þið megið alveg nota íslenska orðið hret í Svíþjóð... svona þega þið þurfið á því að halda...

Jónína Dúadóttir, 25.3.2012 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband