Just another saturday ;)

 Ég veit að ég montaði mig af þessu á fb en ég verð nú bara að gera það hérna líka aðeins...

Á miðvikudaginn fór ég nefnilega upp á sjúkrahús, þeir eru með svona learning center þar sem er bara alveg nýopnað. Þarna áttum við að fá að prófa ýmsar próftökur, þetta er hluti af skólanum hjá mér. Ég var alveg hrikalega kvíðin fyrir að fara þarna, enda drulluhrædd við nálar og það sem ég var að lesa um var ekkert að heilla mig...þetta gekk svo langt að ég var farin að velta fyrir mér hvort ég hefði ekki bara valið mér vitlausan starfsferil  Tounge 

Eeeen svo fór ég nú samt þarna uppeftir og viti menn, þetta gekk eins og í lygasögu!!! Þeir voru með handleggi sem maður fékk að taka blóðprufu úr, og mér tókst þetta bara í hvert einasta skipti, meira að segja í fyrsta skiptið...eins og ég hefði aldrei gert annað bara!!! Okkur var líka kennt að mæla blóðþrýsting, ekki mikið mál þar, setja þvaglegg, gekk eins og í lygasögu líka...nema karldúkkan sem við gerðum þetta á var með brjóst!!! LoL Við fengum að gefa insúlínsprautu í gerfimaga...no problem there! Og síðast en ekki síst var okkur kennt að taka blóð úr putta og mæla blóðsykur og það fengum við actually að gera á hvort öðru!!! Ekkert mál!!! Smile Ég fór þarna uppeftir með kvíðahnút í maga, full af efa...gekk aftur út brosandi hringinn og fullviss þess að ég sé alveg í réttum geira CoolCool Ekkert smá kikk!!! Nú þarf ég svo bara að fara að setjast niður með skólabækurnar og ná upp því sem ég er á eftir með! And so I will!!!

Annars er ekkert merkilegt að frétta héðan svosem, lífið gengur sinn vanagang bara Smile Veðrið var æðislegt í nokkra daga en kólnaði svo aftur, en það á eftir að verða betra aftur...ég fór með Nínu litlu í klippingu í gær, hún var með bleikt hár á eftir, ekkert smá ánægð...enda stelpustelpa alveg fram í fingurgóma! Wink

Ég veit ekkert hvað þessi dagur ber í skauti sér, það kemur bara í ljós, ætla að byrja með að fá mér morgunmat allavega Smile

Have a nice day everybody!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Greinilega flott aðstaða þarna... og svo líka karl með brjóst...

Þú ert að læra akkúrat það sem þú passar í elsku Jóka mín... gangi þér vel að vinna upp í "slæpurnar"

Eigðu góðan dag og snjóknús frá okkur hérna til marglitu fjölskyldunnar þinnar

Jónína Dúadóttir, 17.3.2012 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband